Snilldarmyndband, þó það sé pínu flóknara að nota photoshop til að ná fram svona fíngerðum og flottum niðurstöðum.
En í rauninni þá mótast álit einstaklings á fegurð út frá samfélaginu, í gamla daga var talið flott að vera feitur en núna hlýtur það fordóma.
Annað sem ég vil bæta við, lokaniðurstaðan á svona fínpússunum geta bæði verið mjög líkar og ólíkar upprunalegu módelinu, sem þýðir þá það, að það getur verið einhver önnur kona sem líkist meira lokaniðurstöðunni en módelið þ.a.l. þá er okkar sýn á “fegurð” ekkert rosalega eins bjöguð og þetta myndband er að gefa í skyn að mínu mati.