“Hvað ertu þá að gera í tölvunni? Þú sofnar nú ekki þannig!”
Nei ég veit.
En ég er búin að reyna og það virkaði ekki.
Ég þoli ekki þegar maður fer að sofa þegar maður fer að hugsa. Eða, mér finnst gaman að hugsa en núna gerði það mig sorgmædda. Og þá hugsaði ég meira og varð sorgmæddari.
Lífið er svo skrítið stundum.
Life works in mysterious ways. Það er svo skrítið stundum, púff.
Ég get allavega ekki sofnað og mig langar svo ofboðslega rosalega til þess að sofa. Sofa helst sem lengst.
Af hverju geta hlutir aldrei orðið EINFALDIR? Þegar maður loksins kemst úr einu veseni eða einni flækju þá býr maður til aðra, eða svoleiðis virðist það vera með mig.
Bara að lífið væri jafn einfalt og þegar maður var lítill.
Skóli, vinna, peningar, strákar, stelpur… Þetta er einfaldlega of mikið vesen. Mig langar til að sofa fram að jólum en vakna við og við til að gera hitt og þetta. Sumt má bara gleymast.
Og það er annað sem ég þoli ekki.
Og það er eftirsjá.
Ég er svona manneskja sem sé venjulega ekki eftir -NEINU-. Aldrei. Það er bara tímasóun að sjá eftir hlutunum.
En núna er einn hlutur sem ég gerði ekki nógu snemma sem ég sé eftir að hafa beðið með að gera. Ef ég hefði bara komið mér í að gera þetta um leið og ég gat þá væri ég líklega sofandi akkúratt núna.
Þessi þráður er líklega óskiljanlegur, klukkan er að verða 2, ég er þreytt og stútfull af hugsunum. Ég er ekki búin að læra þetta tonn af stærðfræði sem ég átti að læra og er ekki í vinnu.
Þurfti nauðsynleg að koma þessu frá mér.
Þess má geta að eftir þennan kork verð ég með 500 stig. En skemmtilegt.
Bætt við 30. október 2006 - 02:17
og… ég er ekki emo eða eitthvað.
ég er þreytt
-Tinna