Ég drekk alltaf minna og minna kók… Það er helst þegar það er til í ísskápnum, þá fæ ég mér eitt og eitt glas… Annað fæ ég mér oftast bara vatn, það er góður og mjög þægilegur drykkur. Kostar líka ekkert ^_^
Svo þegar ég vil gos, fæ ég mér oftast bara Kristal plús eða Kristal sport, þessi nýi Kristall Sport er æðislegur! Svo dettur Pepsi Max inn líka, því það sykurhúðar ekki tennurnar eins og kókið. Ég þoli ekki þegar það er svona sykurhúð á tönnunm, finnst alltaf eins og ég þurfi að tannbursta mig þá…
Já, ég er heppinn að vera ekki kókfíkill :} En drekktu bara nóg vatn, þetta er ótrúlegur drykkur, sem er því miður oft vanmetinn…
Gangi þér vel að hætta :}