Hvernig virka aftur langar og stuttar beinar tilvitnanir? Ég er algjörlega búin að gleyma þessu og hvernig gerir maður svona “bein tilvitnun” gæsalappir? Ég nenni ekki að leita af þeim í tölvunni(Já ég er löt)
Þegar bein tilvitnun er þrjár línur eða styttri kemur hún inn í gæsalappir.
Dæmi:
,,Árið 1949 stofnuðu Bandaríkin og nokkur Evrópuríki Atlantshafs-bandalagið, NATO.”
Ef bein tilvitnun er hins vegar meira en þrjár línur kemur hún í texta sem búið er að draga inn á blaðið vinstra megin og línubilið er 1.
Mundu eftir að segja úr hvaða bók eða af hvaða vefslóð bein tilvitnun kemur með því að nota neðanmálsgreinar.
Bætt við 22. október 2006 - 18:42 BEIN TILVITNUN SEM ER LENGRI EN ÞRJÁR LÍNUR
Textinn sem er fyrir miðri blaðsíðunni er dæmi um hvernig bein tilvitnun sem er lengri en þrjár línur kemur inn í ritgerð. · Línubil 1. · Spássían er lengra inn á blaðsíðunni (1,25 - 1,5 cm) · Bein tilvitnun sem er lengri en þrjár línur er ekki alveg upp við annan texta heldur er eitt línubil á undan og eftir.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..