Bandaríkjamenn eru sagðir hafa hafið hernaðaraðgerðir gegn talibönum í Afganistan, að því er fram kom á Sky-fréttastofunni. Þeir munu í upphafi gera loftárásir á 18 hernaðarmikilvæga staði á yfirráðasvæði talibana í landinu. Þá heyrðust sprengingar á flugvellinum í borginni Kandahar í suðurhluta Afganistan, en þar er andleg miðstöð talibana, að því er fram kom á CNN. Búist er við yfirlýsingu frá Hvíta húsinu á næstu klukkustundum. AFP-fréttastofan segir að nokkrar sprengingar hafi heyrst í Kabúl, höfuðborg Afganistan í dag. Þá voru talibanar sagðir hafa hafið bardaga í borginni, en spenna er sögð mikil á yfirráðasvæði þeirra því búist var við árásum Bandaríkjamanna.

Tekið af mbl.is<br><br><hr color=“#000000” size=“1”>Kveðja <a href=“mailto:huldak@islandia.is?subject=Hugi.is”> sbs</a><br /><a href="http://www.sbs.is/“>sbs.is</a> | <a href=”http://www.sbs.is/queen/“>Queen</a> | <a href=”http://www.sbs.is/007/“>James Bond</a> | <a href=”http://www.sbs.is/jp/“>Jurassic Park</a> | <a href=”http://www.sbs.is/starwars/“>Star Wars</a> | <a href=”http://www.sbs.is/futurama/“>Futurama</a> | <a href=”http://www.sbs.is/friends/“>Friends</a> | <a href=”http://www.sbs.is/godfather/“>The Godfather</a> | <a href=”http://www.sbs.is/pj“>Peter Jackson</a> | <a href=”http://www.sbs.is/batman">Batman</a