Ísland er ekki eina viðmiðunin.
ekkert þess virði að væla yfir í dag.
Nei, kannski ekki en það væri undarlegt af þér að viðurkenna ekki bága stöðu kvenmanna áður en þær fengu að taka þátt í nokkurs konar stjórnmálaumræðu og pólitík að nokkru leyti. Þú veist það jafnvel og allir aðrir að kvenmenn höfðu samasem og engin réttindi í okkar samfélagi sem og öðrum, tengdum frjálsræði og lýðræði.
En kosningaréttur er ekki endilega það eina sem hægt er að týna til.
Út í allt annars konar misréttisumræðu.
Hlutirnir eru ekki enn orðnir eins jafnir og þeir gætu verið á milli manna og kvenna. Alla vega ekki samvk. þessum rannsóknum.
Svo ég vitni nú í kvöldfréttirnar í gær (19.10.2006.) þar sem félagsmálaráðherra var að hamra á því að launamunur kynjanna hefði samasem og ekkert þokast í átt að meira “jafnræði” seinustu 10 árin, eða aðeins um 4%.
Það var Capacent sem gerði þessa rannsókn fyrir Félagsmálaráðuneytið. Þegar heildarlaun eru skoðuð má sjá að konur eru einungis með tvo þriðju af launum karla. Og þegar allar breytur eru hreinsaðar í burtu sýnir rannsóknin að konur eru með 84,3% af launum karla - sem eingöngu má rekja til kyns. Fyrir tíu árum voru konur með 84% prósent af launum karla.
http://www.visir.is/apps/pbcs.dll/article?AID=/20061019/FRETTIR01/61019093/1091Þetta er það mikill munur að maður spyr sig nú, þessar niðurstöður hafa ekkert með neinar breytur að gera eins og er réttilega tekið fram. Þær sýna einfaldlega að það er enn ákveðið misrétti á kynja, sem er eitthvað sem ætti ekki að vera til staðar. Ekki í þessu samfélagi finnst mér alla vega.
Bætt við 20. október 2006 - 19:22 misrétti á
milli kynja…