Það er búið að snjóa annað slagið í allan morgun á Egilsstöðum og það er hvít jörð (á blettum allavega). Reyndar snjóaði í fyrradag líka en það varð ekkert hvítt …
Er byrjað að snjóa einhversstaðar annarsstaðar á landinu?
Afhverju bý ég ekki á Egilstöðumn ;'/ !! Er búinn að vera biðja til guðs síðan á laugardaginn um að fá snjó haha.Er líka í ómögulega miklu jólastuði.Var að hlusta á jólalög í gær í gúddí fíling :D hahahaha
Ég einmitt sá snjóinn. Heyrði svo lagið Snjókorn falla og þegar ég kom inn í herbergi til vinar míns var búið að setja seríu þar :O (reyndar eru þeir með svona kósí-seríur og eina jólaseríu) Ég get ekki hætt að hugsa um jólin!
Sem betur fer er enginn snjór hér í Breiðholtinu. Þoooli ekki snjó, allavega þegar hann hefur verið í langan tíma. Finnst bara flott þegar snjórinn er þegar jólin eru að koma. Margra cm þykkt lag af snjó, og stóóór snjókorn falla hægt til jarðar, og hylja trjágreinarnar. :)
Ég elska snjó, sérstaklega þann sem kemur hérna á Egilsstöðum (veðrið er stundum allt öðruvísi hérna en annarsstaðar). En þegar það kemur hálka, snjórinn fer að bráðna og maður er blautur í fæturnar allan daginn, þá er hann ömurlegur!
Ég ætla að vona að það komi ekki snjór hingað á höfuðborgarsvæðið í bráð, hann er kaldur, blautur, ógeðslegur. Ef ég mætti ráða væri enginn snjór í byggð nema seinni hluta desember til fyrstu viku janúar. Samt alltaf fullt af snjó í fjöllunum, hvítt frá september til maí. Draumaheimur…
Mér finnst samt að það ætti að vera til heitur snjór. Eða, svona volgur. En, það er víst ekki hægt út af eðlisfræðilögmálum einhverjum…
Ein vinkona hans sem er á sauðarkróki hringdi í hann og sagði honum að það væri byrjað að snjóa hjá henni. og hann hoppaði um að spenningi og gat ekki beðið eftir að sjá snjóinn.. aaaaallgjört krútt :D
Ég væri til í að búa í Brasilíu og fá að fara til Íslands og sjá snjóinn. Hann er ekki nærri því eins skemmtilegur þegar maður hefur séð hann alla ævi … Samt skemmtilegur svona fyrst :P
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..