Ég var að spá, þið sem eruð orðin 18 og yfir. Þegar einhver sem ekki hefur aldur til spyr ykkur hvort að þið getið keypt sígarettur fyrir aðilann. Gerið þið það virkilega?

Þegar ég var að labba inní sjoppu hér í borg um daginn er þá ekki einhver þar fyrir utann og biður mig um að kaupa fyrir sig sígarettur. Ég sagði nú bara að það kæmi ekki til greina, sá varð nú fúll..

En þið hin, á ég að trúa því uppá ykkur að þið séuð að gera svona lagað?
Cinemeccanica