Hefurðu fengið tannpínu? Ég hef nefnilega aldrei fengið slíkt en hef áhyggjur að ég sé kannski með núna, tími samt ekki að fara að borga 8000 kall í skoðun ef allt er í lagi.
Því bið ég þig að lýsa því hvernig tannpína er… :)
Ah já, myndatakan er dýr.. Mig minnir að flestir tannlæknar séu að rukka í kringum 3000kr eða svo fyrir skoðun. Myndatakan er oft 1750kr fyrir hverja mynd, stundum nokkrar myndir í hvert skiptið..
ó já.. ég meina það hlítur að vera til sársauka minni leið til þess að gera við tennur.. svo virðist sem tannlækna vísindum hefur ekkert farið fram á 20 árum :C
Ég var ekki þetta barn sem var hrædd við tannlækna, mér fannst það bara gaman. Þangað til ég þurfti að láta taka úr mér 2 tennur á 2 dögum og í seinna skiptið fór æð í sundur :S Síðan þá hefur mér verið virkilega illa við tannlækna
ojjjj skil það.. ég fór einusinni í jaxlatöku e-ð í sambandi við endajaxlinn og ég hef aldrei á æfi minni panikkað svona mikið var alveg blá og marin í framan og það blæddi ekkert smá og ég blótaði honum í sand og ösku.. damn tannlæknar ég fer aldrei í jaxlatöku aftur frekar lifi ég með sársaukanum :C
Hjá mér voru það reyndar bara barnatennur (3 voru teknar þegar ég var 14-15 ára því þær vildu ekki fara sjálfar) en það var nógu vont. Fyrst var bara tekin ein, sem var ekkert mikið verra en að missa tönn. Svo ári seinna, fyrsta daginn í sumarfríinu mínu og rétt fyrir fermingu hjá einni bestu vinonu minni, voru teknar tvær tennur - ein hvoru megin svo ég gat ekkert borðað næstu daga nema fljótandi og það sem ég gat tuggið með framtönnunum. Það var ekkkert sérstaklega gaman …
Það borgar sig ekki að bíða þangað til að maður fær tannpínu fara svo til tannsa. Það er svo miklu dýrara heldur en að fara reglulega í skoðun og þá hægt að grípa fyrr inní og kosta þá minna ef maður býður það lengi að maður er kominn með tannpínu þá getur það kostað mann allt að 70þ bara fyrir eina tönn!!!! þannig að humm 8000 er ekkert miðavið afleiðingar sem geta orðið ef maður er að spara og bíða.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..