AF hverju endar fólk ekki sambönd sem það er í um leið eða fljótlega eftir að það hefur hitt einhvern annan aðila sem vekur áhuga þess og það hefur ákveðið að fara hitta hann? Hvers vegna fer fólk svona oft út í það að fara á bak við kærastann/kærustuna í stað þess að enda sambandið fyrst eða sleppa því ella að gera e-ð með öðrum. Því ég myndi halda að ekki væri næg ást eða tryggð í núverandi sambandi ef fólk er að leita á önnur mið og reyna við aðra. Hvað er fólk að fá út úr þessu haldið þið gott fólk? Fjölbreyttara kynlíf? Eða að geta haft margar/marga í sigtinu? Gæti jafnvel ástæðan verið sú að að fólk elskar þann sem það er með en vill samt líka hitta annan aðila sem er mjög sexy og sætur/sæt? Eða meikar fólk einfaldlega ekki að segja þeim sem það hefur verið að hitta lengi og það veit að elska sig að það sé ekki svo skotið lengur og dreymi um aðra manneskju núna?
Þið sem hafið reynsluna af þessu máli, getið þið komið með svör. Ég skil ekki framhjáhöld og finnst þau svo óþörf,,kannski barnalega hugsað hjá mér en samt verðugt að pæla í þessu því þetta særir oft mjög mikið þegar sannleikurinn kemur í ljós.