Ég er ekkert að brjóta þær vísvitandi, ég er alveg óvart inná þessum account.
Annars skil ég ekki hvað verið er að æsa sig útaf þessu, eða jú skil það svosum, en myndi engan veginn nenna því sjálfur ætti einhver annar en ég í hlut. Hann Friðrik sem á þessa kennitölu mun aldrei koma til með að nota huga.is, ég veit það fyrir víst, og á meðan hann kvartar ekki er…eða var…ég að gera lítið annað en að fá að tjá mig án þess að flestir vissu að það væri ég.
Og Guð minn góður hvað það eru fáránleg rök sumra stjórnenda um að “ég hafi bara ekkert átt að missa nafnleyndina til að byrja með”. Þessi account var stofnaður í apríl til að öðlast nafnleynd en ég missti nafnleyndina í sirka maí 2005. Hvernig átti ég að sjá ár fram í tímann? Á að refsa mér fyrir það? Ef ég hefði ekki misst nafnleyndina hefði ég svo ekki getað stjórnað einu stærsta áhugamáli huga.is með góðum árangri.
Annars er nafnleyndin á þessum account og bara nafnleyndin yfir höfuð löngu farin, þökk sé hinum yndislega frábæra intenz, sem fékk sínar heimildir frá krizzu4. Það sem ég hef skrifað á aukanotendum er verulega persónulegt og bað ég krizzu meira að segja sérstaklega um að láta nafnið á þeim account ekki verða opinbert, en nýlega gerði intenz það hinsvegar opinbert. Var einhver tilgangur með því hjá honum? Það var öllum sama, eða, allavega vissu nánast allir af mér sem Merseyside og enginn gerði neitt í því, þangað til ég gekk of langt í að mótmæla stjórnunaraðgerðum intenz á /romantik, svo hann ákvað að birta nafn mitt opinberlega fyrir rúmlega 100 manns að sjá.
Þar var allavega ekki mitt val að halda nafnleynd, hefði líklegast getað fengið vefstjóra til að sprengja kennitöluna mína á einn nafnlausa notandann og þá haft fullkomna nafnleynd…en nei, hann sýndi öllum þetta? Ah, how good.
Og ef þú last í gegnum allt þetta ertu hetja, þarsem þetta er samhengislaust bull í mér eftir lítinn svefn, algerlega úr takt við umræðuefnið.