Hvað er málið með að ríkisstjórnin sé á móti öllu tengdu list?
Núna er ekki hægt að vera í tónskóla nema maður sé með lögheimili í sama bæ eða borgi himinhá gjöld fyrir það. FÍH - nokkurskonar “háskóli” hljóðfæraleikara er í rauninni ekki í boði fyrir fólk úti á landi, eða reyndar líka á höfuðborgarsværðinu fyrir utan Reykjavík. Maður ætti allavega ekki að þurfa að borga svona mikið bara af því maður á heima rétt fyrir utan Reykjavík (eða þess vegna úti á landi).
Þorgerður Katrín gerir allt sem hún getur til að eyða listnámi úr framhaldsskólum.
Listnámsbrautir eru ekki viðurkennt nám.
Af hverju að níðast á listamönnum?
Ég er reyndar ekki neinn listamaður sjálf, nema bara í tónlist. Þetta bara fer virkilega í taugarnar á mér.