Guð minn góður hvað ég var feginn þegar gærdagurinn var á enda! Ef þetta var ekki einn misheppnaðisti dagur ársins hjá mér, þá veit ég ekki hvað.
1. Byrjaði á einhverju huuuges drama í skólanum. Strákar sem drógu mig bara inní eitthvað andskotans mál, og sögðu að ég hafði verið að segja eitthvað rugl, sem ég var ekki að segja! Trompaðist og hellti mér yfir þá. Þvílíkur fight á milli okkar, og ég sem er ekki vön að missa mig svona. Var síðan allan daginn að leiðrétta það, þ.e.a.s. það sem þeir voru að segja um að ég hafi verið að segja.. pff.
2. Jei! Komin heim klukkan fimm úr skólanum. Vinnan átti að hringja EF ég þurfti að vinna. Svo var ekkert hringt, svo ég ákvað að eyða kvöldinu í að læra undir orðalistapróf í ensku. (svona 200 orð sem þarf að læra) En nei! Var ekki hringt í mig klukkan hálfátta “Ertu ekki að koma að vinna?”
3. Í vinnunni þurfti ég að fara í klósettferð. Tók allskonar þrifnaðardrasl með mér. En nei! Glerspreyjið sem ég tók með mér var brotið, svo ekki var hægt að sprauta. Lyktarspreyjið var ekki með tappa til að fá lyktina út. Fann ekki klósett hreynsinn, og einhver snillingur hafði drullað í klósettið.
4. Alltaf að reka mig í!
5. Svo til að toppa þetta ágæta nöldur mitt þá var ég með dúndrandi túrverki, sem ég fæ mjöög sjaldan!
6. En síðast en ekki síst, þá er ég á móti stráka dramaqueens sem fara í fýlu! Stelpur fara oft í fýlu og það er bara partur af þeirra tilveru. En þegar strákar eru farnir að fara í fýlu reglulega, þá er þetta orðið verulega pirrandi. Var eitthvað að nöldra um þetta í vinnunni. Þá segir einn strákur sem vinnur þarna “Þeir eiga eftir að koma út úr skápnum eftir nokkur ár.”
En hætt þessu nöldri núna.
(þetta með strákafýlur, er bara mín skoðun haha :D)
Blessó!
Bætt við 3. október 2006 - 14:20
Hljómar kannski ekki svo svakalega.. En bara ef þið vitið hvað þetta drama snýst um þá væru þið mjög pirruð I guess. :) Þoli ekki þegar maður er dreginn inn í eitthvað rugl sem maður kom ekki nálægt!
Svo vakti ég langt fram á nótt, að þýða orðin aftur í þessum orðalista. Þar sem ég GLEYMDI þýðingunum í skólanum. Frábært eih?