Oooh ég var í stæró á leiðinni í vinnuna áðan, og kærastinn var í sama strætó að fara í skólann. Við vorum á rauðu ljósi, og konan á akgreininni gið hliðiná nær athygli bílstjórans, og segir að strætó hafi keyrt utaní hana. Bílstjórinn kannaðist ekkert við það, og spurði okkur í strætó (fullur vagn, margir þurftu að standa) hvort að við hefðum fundið fyrir e-u, allir sögðu nei.

Svo bílarnir fara á eitthvað bílaplan, og ekkert sést á fólksbílnum. Kellingin vill samt hringja á lögguna!!! Strætó var fullt af fólki sem var augljóslega á leið til vinnu eða skóla, og við þurftum að bíða eftir helvítis löggunni.
Ég reyndi að hringja í vinnuna, en ég mæti á undan öllum hinum >_< ekki sniðugt fyrir mig að vear of sein!!!!
Þannig að ég hringdi í mömmu, sem vinnur hjá sama fyrirtæki en mætir seinna, og hún sótti okkur. Ég var 25 mínútum of sein í vinnuna :(


Ég skil ekki svona fólk eins og hinn bílstjórann, að vilja hringja í lögguna útaf skemmdum sem eru ekki raunverulegar! Það sást ekkert á bílnum? Af hverju að tala við lögguna?? Svo voru BARA nokkrir tugir manna í strætónum og enginn tók eftir neinu. Svona konur eru bara bitrar og hata vinnuna sína og þurfa góða afsökun til að vera of seinar. “Strætó keyrði á mig” virkar held ég sem góð ástæða á flestum vinnustöðum.