Bensínbílar
Djöfulli þoli ég ekki bensínbíla. Strákur sem býr í húsinu hægri megin við mig og er með mér í bekk á bensínbíl. Strákur sem er einu ári yngri en ég og býr á móti mér á líka bensinbíl. Þeir eru á hverjum degi að keyra á þessum bílum fyrir framan húsið mitt og það koma fleiri strákar sem eiga bensínbíla með sína bíla og þeir eru allir að leika sér saman í bíló fyrir framan húsið mitt. Ég er að verða ógeðslega pirraður á helvítis látunum í þessum bílum og ég legg til að lög verði sett um notkun á svona verkfærum satans…