Hefur þér dottið í hug þann kost að þeir litu ekki á þetta þannig að meiða hvorn annan?
Misskildir það sem ég meinti. Eftir fyrsta höggið eða fyrsta slaginn þá er ekkert endilega vont að láta lemja sig. Eins og í fótbolta þegar maður er að skalla bolta, þetta venst. Fyrir þá var þetta ekki að meiða andstæðinginn heldur að vinna hann í bardaga.
Menn hafa gert þetta síðan alltaf og er ekkert athugavert við það. Þetta er í blóðinu hjá okkur en sumir vilja bara ekki halda því aftur. Svo lengi sem þú heldur þessu innan ákveðna marka þá er þetta allt í lagi eins og með næstum allt annað.
Þeir eru ekki að sýna vont dæmi ef yngri kynslóðin veit ekki af þessu.
Rosalega ofmetinn kjaftaskapur að allt geti haft slæm áhrif á börn. Það hefur eiginlega, fyrir flesta, bara áhrif ef börnin þekkja vel til viðkomandi.
Ef krakki sér ókunnuga menn slást þá hugsar hann ekki um að gera það sjálfur því þetta hræðir hann. Aftur á móti ef hann sér systkini sitt eða foreldri slást við e-n annan þá telur krakkinn það kannski vera í lagi í ákveðnum ástæðum.
Það sem ég meinti upphaflega er að mér finnst þú vera gera úlfalda út úr mýflugu.
Já, fólki almennt finnst gaman að horfa á kvimyndir með ofbeldi, og geri ég það líka sjálf stundum en þá er það spurning, er þetta ofbeldi í myndum að fara svona illa með fólk? Er það þessvegna sem unglingar hittast til þess að fara í slag?
Veistu nei, kannski langaði þeim að prófa, kannski voru þeir að veðja hver myndi vinna, kannski voru þeir að leysa deilu sem þeir gátu ómögulega leyst á “siðmannlegan” hátt út af e-u ástæðum.
Að tveir menn fari í slag er ekki endilega lýsandi fyrir persónuleika þeirra á neinn hátt.
En svo gæti vel verið að þeir fengu hugmynd úr bíómynd. Þeir væru ekkert einir um það.
Ekki langar þér eða þínum vinum/vinkonum að lemja eða drepa einhverja eftir að hafa séð það í bíómynd, langar kannski en gera ekki.
Mjög sjaldgæft að einhver gengur svo langt í að herma eftir einhverju úr kassanum.
það er ekki hægt að taka til baka eitt of fast högg
Enda eru líka reglur í boxi um hvar þú mátt kýla. Svo lengi sem það er ekki hnakkinn þá ertu ekki að fara deyja vegna eins höggs nema e-ð sé verra hjá þér en öðrum.
Allt í besta lagi ef þeim hefur liðið e-ð illa eftir þetta því þá hafa þeir lært að þetta er ekkert svo sniðugt eftir allt saman.
Annars eru slagir daglegt brauð, allavega um helgar niðrí bæ ef ég má orða svo.