Ég kveikti á sjónvarpinu áðan, og það var verið að tala um mótmæli gegn Kárahnjúkavirkjun sem verða á eftir niðrí bæ, veit einhver meira um þetta? Þetta var á NFS fyrir svona fimm mínútum. Veit einvher klukkan hvað, og hvar fólk hittist?
Það voru mótmæli á Egilsstöðum. Ég sá reyndar ekki gönguna því ég var of upptekin við að vinna en þetta var eitthvað rétt hjá vinnunni. Ég afgreiddi svo fullt af fólki sem var í þessu. Voða gaman hjá þeim :)
Verst að það hlustar enginn á svona. Ekkert frekar en jarðfræðinginn sem er að segja að 30 bæir í Jökuldalnum eru í hættu vegna virkjunarinnar.
Ég hef bara því miður aldrei heyrt neinn segja neitt gott um þetta, nema það að einhverjir græða peninga.
Ekki nóg með það að það er þessi áhætta, heldur tekur þetta hluta af landi frá bændum hérna (t.d. hækkar í ánni og hún fer upp á túnin) og svo eru þessir hræðilegu staurar úti um allt sem er bara sjónmengun (og skemmir einhver tún hjá bændum)
Það er verið að sökkva mikilli náttúrufegurð, sem ég hefði líklega farið að skoða ef það væri ekki verið að eyðileggja þetta. Það er verið að trufla hreindýrastofninn.
Hvað er það góða við þetta? Jú, það fjölgar í litlu bæjunum niðri á fjörðum. Örfáir Íslendingar og svo fullt af Pólverjum því Íslendingarnir eru svo pjattaðir að þeir vilja ekki vinna í álveri. Þetta er ekki góður vinnustaður.
Haldiði virkilega að eftir öll mótmælin sem voru og alla þá milljarða sem hafa verið settir í þetta plús svo skaðabótaskyldan sem Alcoa hefði á hendur íslenska ríkinu ef þeir myndu bara hætta við.
Jájá, ein kröfuganga og þeir sleppa því að fylla hálslónið.
Já, hvað? “Mótmæli gera ekkert gagn” Ertu fáviti? Mætti halda að þú ættir heima í helli eða eitthvað. Finnst þér mótmæli kannski gera svona lítið gang því að þú hefur aldrei prófað að mótmæla? Veist ekkert hvernig þetta er? Nennir ekki að standa upp og mótmæla í staðinn fyrir að sitja á rassgatinu og gera ekki neitt?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..