Ég er ekki vön að taka neina sérstaka afstöðu til banka, þeir eru allir með góða þjónustu og allir voða svipaðir.

En núna er ég komin með skoðun á þessu.

Ég er hjá sparisjóðnum en vegna þess að hann er ekki með útibú þar sem ég er í skóla hef ég verið í smá vandræðum. Ég ætlaði að skipta yfir í Landsbankann af því hann er á báðum stöðum, heima hjá mér og þar sem ég er í skóla. Allt í lagi með það. Ég sæki um kort, námsmannakort, fæ kortið og einhverja tösku. Svo fæ ég enga bæklinga eða upplýsingar um þjónustu Námunnar. Ég tek það fram að ég las allt sem ég skrifaði undir og sá ekkert athugavert við það. Ég pældi ekki mikið í þessu og ætlaði að skoða þetta bara betur á netinu. Svo gleymdist það og vegna þess að ég verð svo kærulaus á sumrin pældi ég ekki meira í peningamálum. Notaði þessa litlu upphæð sem ég var með á Landsbankakortinu og hélt svo áfram að nota Sparisjóðskortið (það var í júlí).

Svo fékk ég hringingu frá Landsbankanum áðan og mér var sagt að ég hefði farið framyfir á kortinu en ekki borgað og þetta væri orðið frekar gamalt. Ég hafði örugglega keypt mér samloku og gos eða eitthvað en núna var þetta orðinn 4000 kall. Ég fékk auðvitað vægt sjokk, enda er ég bara 17 ára og má ekki taka yfirdrátt eða fara framyfir á kortinu. Maður vill auðvitað ekki kasta peningum svona að óþörfu. Konan sem hringdi sagði að ég þyrfti bara að leggja þessa upphæð inn á kortið og svo myndi hún sækja um eitthvað síhringikort fyrir mig. Ég vissi ekkert hvað hún var að tala um en hún virtist vita það og þar sem ég kannast eitthvað við þessa konu treysti ég því bara.

Svo kíkti ég á vef Landsbankann til að gá hvernig kort ég er með. Þá komst ég að því að það þarf að sækja sérstaklega um það að vera með kort sem má ekki fara framyfir á. Þetta er þjónusta fyrir 14 ára og eitthvað uppúr og maður má ekki vera með þannig kort fyrr en 18 ára, hélt ég allavega.

Það skrýtnasta við þetta var að ég var aldrei látin vita um þetta. Ég hef ekki fengið neinn póst um að ég skuldi neitt og þaðan af síður að ég gæti mögulega skuldað (sem mig grunaði ekki að ég gæti)

Ég sagði vini mínum frá þessum hrakningum mínum og þá sagði hann mér að vinur hans hefði líka lent í þessu hjá Landsbankanum.


Ég vil ekki fæla alla viðskiptavini Landsbankans frá, en ég ætla samt að benda ykkur á að passa ykkur á þessu. Ef þið farið í Námuna skuluð þið passa að sækja um svona síhringikort. Annars er örugglega fín þjónusta hjá þeim, þótt ég hafi ekki nýtt mér neitt.


Til að bæta ofan í þetta er ég búin að vera með stanslausan hausverk í nokkra daga og hann hafði einmitt nýlega náð hámarki þegar ég fékk þessa símhringingu. Ekki beint þægilegur klukkutími :S