Einelti…
1bekkur - laminn, andlegt ofbeldi og átti ekki vini.
2bekkur - laminn, andlegt ofbeldi og átti ekki vini.
3bekkur - laminn, andlegt ofbeldi og átti ekki vini nema í þessa einu viku sem ég kom með andrésblöð í skólann.
4bekkur - laminn (farið að minnka þó), andlegt ofbeldi og átti ekki vini.
5bekkur - minna ofbeldi, jafnmikið andlegt, átti einn vin.
6bekkur - ekkert ofbeldi og kennari bældi niður andlega ofbeldið, átti einn vin, þorði annars lítið að hanga í kringum fólk.
7bekkur - ekkert ofbeldi og ekkert andlegt en tókst að messa upp vinskapnum við þennan eina vin minn og var vinalaus út árið.
8bekkur - byrjaði að þora að tala við fólk, átti enga vini þannig séð en átti kunningja, þorði ekkert að tala við fólk en fólk fór að tala við mig.
9bekkur - kynntist fólki með því að leggja annan krakka í einelti
10bekkur - þekkti fullt af fólki og hafði mikið að gera, átti kunningja marga…en enga eiginlega vini
menntaskóli - eignaðist vini, nú taka þeir það mikið af tíma mínum að ég set þá ofar öllu öðru, er of hræddur að missa þá og vil njóta stundarinnar meðan ég get. Hefur sakað ýmislegt, m.a. dropout úr skóla og mikla eyðslu á peningum.
Hefur þú verið lagður í einelti? It scars you for life.