Ég bý í stórri blokk og bý á efstu hæð. Það er fint nema nágranninn fyrir neðan er nett geðveikur! Lemur í veggina ef maður rétt svo skreppur á klósettið klukkan 9 á kvöldin. Ég er að tala um það að hann kom upp til mín eitt kvöldið og skammaði mig fyrir að hafa misst klósettsetuna! Það voru víst of mikil læti.. Hvað er fokking málið? Fær maður ekki lengur að fara á klósettið heima hjá sér!?
Hvað ef mig langar allt í einu að eiga góða kvöldstund með manninum mínum, á ég þá að banka upp á hjá honum og spyrja hann um leyfi?
Ég skil alveg það að læti seint á kvöldin eru mjög leiðinleg og pirrandi en þegar klukkan er níu að kvöldi til, þá getur fólk bara reynt að blocka þetta til kl. 22.00-22.30. Þá sé ég góða ástæðu til að koma og argast í manni. Það hefur ekki komið fyrir ennþá að granninn komi um miðnætti en ég bíð spennt eftir þeirri stund! :P
Hafið þið lent í svona derringi?