Hvert fer tíminn?
Ég settist niður klukkan 1 í dag til að skrifa ritgerð… síðan eftir sirka 10mínútur af vafri á netinu að reyna að finna eitthvað til að skrifa um þá ákvað ég að það væri geðveikt gaman ef ég myndi nú fara fram í eldhús og fá mér mandarínu, síðan fór ég aftur inn til mín en þá horfði ég út um gluggan og sá sæta gaurinn sem á heima ekki fyrir ofan mig heldur þar fyrir ofan mig koma heim og þá fór ég að pæla hmm.. Þessi gaur er svo líkur einhverjum frægum.. svo ég ákvað að google fullt af frægu fólki til að sjá hverjum og svona hélt vitleysan áfram þangað til að klukkan var allt í einu orðin 6 og eitthvað massíft matarboð byrjað.

Svo basically þá er klukkan núna orðin 051:45 og ég hef ekki komið neinu í verk fyrir utan að borða fullt af mandarínum, losna undan vandræðalegum tilgangslausum samræðum og komast að því að gaurinn þar fyrir ofan mig er nákvæmlega eins og Haley Joel Osment sem krakki.


Myndir.. Hvert fara allar myndirnar?
Maður sér endalaust af fólki út um allt með myndavélar, Hvort sem það er í partýum, fjölskylduboðum og öðrum samkomum eða bara úti að labba en það gerist voðalega sjaldan að maður fái að sjá þessar myndir.
Sami blaðaljósmyndarinn frá blaðinu er t.d búin að taka núna tvisar mynd af mér að bíða eftir strætó.
Ef ég sé gaurinn aftur á mánudag þá ætla ég að spyrja hvenær ég fái eiginlega að sjá þessar myndir.

En sko.. Svona eins og amma hún á marga kassa af fjölskyldumyndum í geymslunni… Já það hlýtur bara að vera svarið… Allavega ef ykkur vantar myndir þá legg ég til að þið kíkið í geymsluna hjá ömmu ykkar.


jæja núna ætla ég að hætta þessu bulli og fara að sofa svo ég geti lært allt það sem ég þarf að læra á morgun… en ég vil samt skilja ykkur eftir með eina spurningu.. Er Abraham Lincoln nýji Che Guevara heimsins?
Einu sinni var Che voða hot en núna er ég farin að segja bæbæ við Che og hæhæ við Lincoln.. var í kringlunni um daginn og sá boli með mynd af kallinum og síðan var kona í strætó í buxum með mynd af honum…. Ætli þetta sé planað hjá einhverjum fyrirtækum?.. Kannski að alheims menntasamtök séu að kenna okkur um Svona “merkilega gaura” með því að gera þá að sölu.. kann ekki orðið.
Ég er ekki að dissa þig… Hálfviti!