Ég var að lesa Fréttablaðið síðan í gær áðan og sá merkilega frétt. Maður á fimmtugsaldri var kærður fyrir kynferðisleg brot á börnum.
Það sem mér fannst merkilegt við þessa frétt var að hann hafði talað um dægurmál, barnauppeldi og trúmál á síðum á netinu. Þá datt mér í hug, ætli það gæti verið hugi.is ?
Hafið þið pælt í því hvað það hljóta að vera margir barnaperrar hérna? Hafiði pælt í því að það var strákur sem kynntist manni á netinu, bara til að reyna að drepa hann?
Passið ykkur á netinu. Ég meina það. Aldrei gefa upp neitt mikið um ykkur. Maður veit aldrei hvað gæti gerst og það er betra að vera öruggur en lenda í einhverju svona, því þetta getur eyðilagt lífið.
Ég veit að þetta hljómar eins og einhverjar forvarnir í skólanum, en samt … Það gæti verið þess virði að taka mark á svona.