Ég var alltaf léleg í vélritun. Þangað til ég hætti að læra hana og hætti að fara í próf í henni. Núna get ég skrifað á tölvu ótrúlega hratt án þess að horfa :) Bara af því ég er farin að glósa alltaf í tölvu í skólanum :)
Ég var í þessu í dag, fékk 4,4, þurfti 4,6 til að ná… Slepp samt líklegast við fjarnámið, eða kennarinn var eitthvað að minnast á það…
Mér finnst að það hefði átt að kenna ritvinnslu miklu fyrr, svona 3. bekk eða eitthvað slíkt, því ef með byrjar að gera þetta vitlaust er engin leið að snúa til fingrasetningarinnar…
Ég er samt að skrifa svaka mikið á tölvur á hverjum einasta degi, og hef gert nokkuð lengi, msn og fleira. Alltaf með “minni” fingrasetningu. Það er bara svo svakalega erfitt að snúa sér til betra vegar þegar maður er svona hrikalega vanur hinu…
Ég er samt að reyna að nota fingrasetningu svona við og við, þegar ég þarf ekki að flýta mér, en mér datt ekki í hug að nota hana í ritvinnsluprófinu í dag, ég vildi ekki falla…
Ohh já sammála…byrjaði einhverntímann að læra fingrasetningu, hætti því svo og núna man ég ekkert hvernig hún er. Ég skrifa samt frekar hratt og án þess að horfa, veit samt að ég myndi skrifa mun hraðar með fingrasetningu…þá þarf maður heldur ekki að vera alltaf að stroka út. Gerir sér betur grein fyrir staðsetningu takkana. Annars mæli ég með leiknum Spelling of the Dead fyrir þá sem vilja skrifa hraðar…snilldar leikur :D
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..