Var að lesa um nýja laga frumvarpið um kynferðisglæpi og hversu gott það er að verið er að breyta gömlum ósanngjörnum lögum.

Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta getur verið stolt af sjálfri sér að gagnrína fyrningarlögin sem eru vægast sagt mjög óréttlát sérstaklega þegar haft er í huga að brotið er á börnum sem þegja um glæpinn hálfa ævina sem er langur tími.

http://www.visir.is/apps/pbcs.dll/article?AID=/20060215/FRETTIR01/60215002/1092

Las fyrir ekki svo löngu síðan bók sem kemur inn á þetta málefni og vekur fólk til meðvitundar um óréttlæti íslenskra fyrningarlaga í málaflokkum tengdum kynferðisglæðum á börnum og hvernig lögin halda verndarhendi yfir gerendum því allir eru saklausir þar til sekt er sönnuð.

En ef langt er um liðið og “barnið” komið um 30 ára aldur er það að fremja glæp með því að segja frá.

Hérna er linkur sem segir berur frá þessu

http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=577740