Það er nú meira hvað þessir alþingismenn taka sér mikinn tíma í þetta frumvarp um ný lög um kynferðisglæpi gegn börnum.
Var að skoða gamlar greinar á mogganum um þetta og vona að þessi lög verði
endurskoðuð vandlega áður en þau verða samþykkt.
Ef þú lest lögin sérðu að fyrningarfrestur á að vera áfram eins og hann hefur verið - að fyrning er í takt við dóminn sem viðkomandi fengi ef hann væri gripinn, kærður og dæmdur!!!
Svo þeir sem eru að fá þessa 2-3 ára dóma eru þá glæpamenn sem eru nýlega búnir að beita barn kynferðisofbeldi.
Þeir sem lentu í svona sem smákrakkar geta ekkert gert lagalega þegar þeir eru rétt um tuttugu ára aldur.
Er það ekki svakalega skrýtið?
Skil ekki alveg hvers vegna þetta er sett svona upp (eða hver samdi þessi lög í upphafi) en það verður að gera athugasemd við svona alvarlega galla í lögunum - galla sem í raun verndar glæpamenn og kemur í veg fyrir að börnin segi frá. Þess vegna verðum við að koma af stað umræðu í þjóðfélaginu sem er vitsmunaleg og skilar glæpamönnum inn í fangelsin - líka þótt fórnarlömb þeirra hafi vaxið úr grasi og séu miðaldra eða gamalt fólk.
Ef það er rétt að 1. barn af hverjum 10. hafi gengið í gegnum kynferðislega misnotkun einu sinni eða oftar af einum eða fleirum aðilum ??? þá er það staðreynd að í einu 500 manna þorpi á Íslandi eru 50 barnaníðingar og hefur hver níðst á einu til 2 börnum - eða fleirum, þá er fjöldi fórnalamba mjög mikill og kannski þar sé komin skýringin á þessum skrýtnu lögum?
Má vera að þegar þessi börn sem aldrei sögðu frá eða sögðu satt og lifðu í lyginni alla ævi séu fólk sem kannski er í dag lögmenn og alþingismenn - eða aðrir ráðamenn t.d. lögregla og félagsráðgjafar sem stinga hausnum í sandinn vegna þess að umræðuefnið er svo
ERFITTog vandamálið snúið. Eða eru þetta allar mömmurnar sem “taka ekki eftir” neinu og ala börnin sín upp blindar og heyrnarlausar þótt afi eða frændi (sem misnotaði þær) er alltaf að koma og fá að passa - eða hvað er það eiginlega sem gerist inn í svona fólki.
Getur fólk vitað án þess að vita?.
Auðvitað - ef meiri partur þeirra kemur úr svona þorpi.
Eitthvað verður um öll þessi misnotuðu börn þegar þau verða stór? Þau lenda ekki öll í vesaldómi og verða afætur á samfélaginu. Það er vel þekkt að kynferðislega misnotuð börn eru oft mjög sterk og ná langt í lífinu. Þau eru í stjórnunarstöðum, verða foreldrar og fyrirmyndir næstu kynslóða.
En hvar er þá allt þetta fólk? sem ætti að berjast fyrir réttlátum lögum fyrir kynferðislega misnotuð börn? Og af hverju passar þetta fullorðna misnotaða fólk ekki litlu börnin sín sem eru að vaxa úr grasi meðal úlfa?? í mjög mismunandi sauðagærum.
Afhverju kemur enginn fram og lemur í borðið og segir
“ Góðir Íslendingar, tökum nú saman á árinni sem einn maður og komum einhverju viti í lögin.”————
Lími inn hérna fyrir neðan þessi óréttláta og mjög vanhugsuða lagafrumvarp, svo þú sjáir hvað ég á við.
Fann það inn á
http://www.althingi.is/altext/132/s/0209.htmlBreytingartillögur meiri hlutans á 131. löggjafarþingi lutu að því að láta fyrningarfrestinn hefjast við 18 ára aldur í stað 14 ára aldurs. Það lengir fyrningarfrest kynferðisbrota því aðeins um 4 ár. Verði slík tillaga samþykkt munu því öll kynferðisafbrot gegn börnum vera fyrnd við 33 ára aldur og mörg þeirra mun fyrr. Þannig munu mörg alvarleg kynferðisbrot gegn börnum verða fyrnd þegar þolandinn hefur náð 23 ára aldri, en af upplýsingum úr ársskýrslu Stígamóta má ráða að fjölmargir þolendur leita sér hjálpar eftir þann aldur.
Ljóst er að breytingartillögur meiri hlutans frá því á síðasta þingi munu ekki mæta þörfum stórs hóps þolenda. Enn munu margir þolendur ekki geta leitað réttar síns fyrir dómstólum sakir þess að brotin verða fyrnd. Eftir sem áður munu dómstólar því sýkna gerendur í kynferðisbrotamálum gegn börnum, jafnvel þótt sekt þeirra sé talin sönnuð. Af þessum sökum telja flutningsmenn að breytingartillögur meiri hlutans hefðu ekki unnið gegn þeim aðstöðumun sem er á þolanda og geranda kynferðisbrota. Tillögurnar mundu ekki ná fram markmiði frumvarpsins, sem er að auka refsivernd barna sem verða fyrir kynferðisbrotum.
Fyrningarfrestir.
Í núverandi refsilöggjöf fer lengd fyrningarfrests eftir lengd hámarksrefsingar sem lögð er við viðkomandi broti. Aðeins þeir glæpir þar sem hámarksrefsing er ævilangt fangelsi fyrnast aldrei skv. IX. kafla almennra hegningarlaga. Þetta eru landráð skv. 86. og 87. gr. laganna, brot gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum þess skv. 98. og 100. gr., hryðjuverk skv. 100. gr. a, manndráp skv. 211. gr., mannrán skv. 226. gr. og ítrekuð rán skv. 255. gr.
Samkvæmt 81. gr. almennra hegningarlaga fyrnist sök á 2 árum þegar ekki liggur þyngri refsing við broti en 1 árs fangelsi eða refsing sú, sem til er unnið, fer ekki fram úr sektum. Sök fyrnist á 5 árum þegar ekki liggur þyngri refsing við broti en 4 ára fangelsi. Þetta á t.d. við um 2. mgr. 200. gr. almennra hegningarlaga um kynferðislega áreitni gagnvart barni sínu eða öðrum niðja undir 16 ára aldri. Sama má segja um kynferðislega áreitni skv. 2. mgr. 201. gr. við barn eða ungmenni sem er kjörbarn geranda, stjúpbarn, fósturbarn, sambúðarbarn eða ungmenni sem honum hefur verið trúað fyrir til kennslu eða uppeldis og er undir 16 ára aldri.
Fimm ára fyrningarfrestur á einnig við um kynferðislega áreitni við barn undir 14 ára aldri, sbr. 2. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga, og þegar blekkingum, gjöfum og öðru slíku er beitt til að tæla barn yngra en 18 ára til samræðis eða annarra kynferðismaka, sbr. 3. mgr. 202. gr. laganna. Sé barni undir 18 ára aldri greitt endurgjald fyrir samræði eða önnur kynferðismök skv. 4. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga er fyrningarfresturinn einnig 5 ár.
Sök fyrnist á 10 árum þegar ekki liggur þyngri refsing við broti en 10 ára fangelsi. Þessi fyrningarfrestur á t.d. við það sem fram kemur í 1. mgr. 200. gr. almennra hegningarlaga um samræði eða önnur kynferðismök við barn sitt eða annan niðja sem kominn er yfir 16 ára aldur. Samkvæmt því sem fram kemur í 1. mgr. 201. gr. almennra hegningarlaga gildir sami fyrningarfrestur um samræði eða önnur kynferðismök við barn eða ungmenni sem er kjörbarn geranda, stjúpbarn, fósturbarn, sambúðarbarn eða ungmenni sem honum hefur verið trúað fyrir til kennslu eða uppeldis og er á aldursbilinu 16–18 ára.
Að lokum fyrnist sök á 15 árum þegar þyngsta refsing við broti er meira en 10 ára tímabundið fangelsi. Þetta er lengsti tímabundni fyrningarfresturinn og á hann t.d. við það sem tilgreint er í 1. mgr. 200. gr. almennra hegningarlaga um samræði eða önnur kynferðismök við barn sitt eða annan niðja undir 16 ára aldri. Sama má segja um samræði eða önnur kynferðismök, samkvæmt því sem tilgreint er í 1. mgr. 201. gr. laganna, við barn eða ungmenni, sem er kjörbarn geranda, stjúpbarn, fósturbarn, sambúðarbarn eða ungmenni, sem honum hefur verið trúað fyrir til kennslu eða uppeldis, og er undir 16 ára aldri. Þessi fyrningarfrestur á einnig við nauðgun skv. 194. gr. almennra hegningarlaga og við samræði og önnur kynferðismök við barn yngra en 14 ára skv. 1. mgr. 202. gr. laganna. Í stuttu máli sagt fyrnast kynferðisafbrot gegn börnum frá 5 árum til 15 ára og fer lengd fyrningarfrestsins eftir alvarleika brotsins.
Í núgildandi ákvæði 2. málsl. 1. mgr. 82. gr. almennra hegningarlaga segir að fyrningarfrestur vegna brota samkvæmt ákvæðum 194.–202. gr. teljist ekki fyrr en frá þeim degi er brotaþoli nær 14 ára aldri. Fyrningarfrestur telst því frá þeim degi er refsiverðum verknaði lauk nema brotaþoli hafi ekki náð 14 ára aldri en þá telst fresturinn frá þeim degi er brotaþoli nær þeim aldri.
Þetta ákvæði var lögfest árið 1998 í kjölfar tillögu þingmanna jafnaðarmanna um að fyrningarfrestur brota á 200., 201. og 202. gr. laganna hæfist ekki fyrr en þolandi brots hefði náð sjálfræðisaldri. Þótt lögfesting þessa ákvæðis hafi verið til bóta telja flutningsmenn að dómar og tölfræði um aldur brotaþola þegar hann sækir sér hjálp sýni að ekki er nóg að gert. Því er lagt til í frumvarpi þessu að fyrning kynferðisbrota gegn börnum undir 14 ára aldri verði afnumin með öllu í ljósi sérstöðu þessara brota og hagsmuna barnanna.Í þessu samhengi er mikilvægt að hafa í huga að löggjafinn hefur nú þegar tekið þá pólitísku ákvörðun að hafa sum afbrot ófyrnanleg.
Í norrænum rétti hefur verið gengið út frá því að brot geti verið ófyrnanleg þegar um er að ræða alvarlegustu brotin samkvæmt refsimati löggjafans. Flutningsmenn telja að kynferðisafbrot gegn börnum eigi heima í þessum flokki alvarlegustu afbrota hvað varðar fyrningu.