Ég er ekki alveg viss hvar þetta á að vera. Set þetta bara hérna af því ég fæ vonandi svör hérna.

Allavega, mig vantar hjálp við verkefni í NÁT113. Ég á að finna eina alþýðuskýringu og eina trúarlega skýringu. Alþýðuskýring er þegar fólk útskýrði ákveðna hluti í náttúrunni með þjóðsögum. Dæmi um alþýðuskýringu eru allar sögurnar um nátttröll sem hafa orðið að steinum og eru nú flestir klettar, drangar, sker og eyjur landsins. Þetta er eitthvað sem allir lærðu í 1-4 bekk. Trúarleg skýring er t.d. að jarðskjálftar komu af því Loki hristist þegar hann fékk eiturdropa framan í sig. Ég má samt ekki nota dæmin sem eru í bókinni.

Man einhver eftir einhverri svona sögu? Einni tröllasögu og einni goðsögu? Ég ætlaði að fara á bókasafnið í skólanum til að læra þetta en hún lokaði fyrr í dag :S

Bætt við 18. september 2006 - 16:36
Búin að finna trúarlega skýringu. Mig vantar samt einhverja þjóðsögu. Ég væri mjög þakklát ef einhver (sem er aðeins styttra frá 1-4 bekk og man það þess vegna betur) myndi rifja eitthvað upp ;)