Ég skil reyndar vel þessa villu, þ.e.a.s. ef það eru krakkar sem hafa búið í Svíþjóð, Noregi og Danmörku. Frænka mín hefur búið lengi í Noregi og hún gerir alltaf svona villur. Vinur minn bjó mestan hluta ævi sinnar í Svíþjóð og hann gerir líka villur tengt því (reyndar ekki einmitt þessa)
En ef þetta eru innfæddir Íslendingar sem hafa bara búið á Íslandi er þetta fáránlegt. Ég skil ekki hvernig fólki getur dottið það í hug. Þetta er eins og að kalla borð stól.
Þetta er ekki að nenna ekki að læra málfræði. Það hlýtur að vera eitthvað meira að. Af hverju ætti maður að rugla saman “víst” og “fyrst að”? Ég skil það ekki. Ekki nema að vera að sletta dönsku eða eitthvað (sem ég efast um að krakkar á Íslandi geri)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..