Stafirnir ekki að gera sig
Þessi setning er hræðilega röng. Og reyndar er þetta næstum komið til að vera því það eru svo margir sem nota þessa setningu, “ég er ekki alveg að fatta þetta”, “þetta er ekki alveg að virka”, “þú ert greinilega ekki alveg að skilja” og fleiri dæmi.
Leiðrétting: Stafirnir gera sig ekki (svo er ekki hægt að segja þetta), ég fatta þetta ekki, þetta virkar ekki alveg, þú skilur greinilega ekki.

Þetta er ensk málfræði sem á ekki heima í íslensku. Gerið það, við skulum nú ekki eyðileggja íslenskuna…