Ég ætla að skella mér í verslunarferð/borgarferð til London með múttunni minni í nóvember.. Ég veit, soldið langt í það eeeen mig langar samt að vera búin að undirbúa mig svolítið svo ég eyði ekki heilu dögunum í að finna áhugaverða staði :)

Svo ég spyr ykkur kæru Hugarar hvað sé skemmtilegt að gera/skoða í London.. Hvaða staður er ódýrari en aðrir (verslanir, restaurant??) Er eitthvað sem þið mælið sérstaklega með og má alls ekki fara framhjá manni þegar maður fer til London?

Við verðum í 5 daga og mamma mín er algjör sprelligosi og ekki þessi týpíska jarðbundna mamma :) Þannig að ekki draga úr hugmyndum bara afþví mamma er að fara með mér…