Ég myndi segja það, eða samt veit maður ekki. Ég persónulega tel mig mjög upptekinn af dauðum hlutum og finnst gaman að eyða pening í að bæta t.d. bílinn minn eða tölvuna. En svo lengi sem maður tekur þetta ekki yfir lifandi hluti þá er þetta allt í lagi.
En svo er spurning, tekur maður þetta kannski ómeðvitað yfir lifandi hluti? Fór að pæla í þessu um daginn, ég leit á það sem svo að ég héngi bara í tölvunni því ég hefði ekkert annað betra að gera og svo þegar ég varð uppiskroppa með hluti að gera í tölvunni byrjaði ég að fara miklu meira út og skemmti mér miklu betur. Því ég fór að leita eftir því.