Halló.

Ég fékk í dag vefpóst frá þjónustunni Plúsinn.is, með spurningunni “Reykir þú?” og mynd af sígarettu í rauðum hring. Þar sem ég er ekki reykingamaður þá ýtti ég vitaskuld á “Ég reyki ekki”. Eftirfarandi texti blasti við mér á næstu síðu:

“Því miður ertu ekki í pottinum. Aðeins þeir sem reykja eiga möguleika á að vinna miða á myndina.”

Þetta er sem sagt leikur í samstarfi við Vísi.is þar sem verðlaunin eru miðar á myndina “Takk fyrir að reykja.” En þarna er samt augljóslega um mismunun að ræða.

Þá er það spurning til lögfróðra Hugara:

Er þetta löglegt?