Veistu, ég ætla að láta allt flakka. Mér er orðið nett sama hvað ykkur finnst um mig og hvernig þið látið við mig.

Ég er hvort sem er búin að missa ykkur…

En af hverju hvort sem er? Af hverju má ég ekki lengur vera með ykkur og hlæja, skemmta mér, segja brandara með ykkur, segja ykkur frá strák sem ég hitti síðustu helgi, eða einhvern ógeðslega hot gaur sem ég bráðnaði niður út af?

Ég sagði hluti sem ég hefði ekki átt að segja, en hvað? Ég var sár, ég var leið, ég grét. Og af hverju var það? Af hverju gátuð þið ekki spurt?

Ég er búin að eyðileggja allt á milli okkar með þessu dramakjaftæði, ég er búin að segja fyrirgefðu, hvað get ég meira?

Það leiðinlega við þetta er að mér finnst eins og að þið séuð ekki nógu hreinskilnar við mig. Af hverju getiði ekki bara sagt beint framaní mig að þið viljið ekki hafa mig, af hverju getið þið ekki bælt þessa tilfinningu að mér finnst ég vera útundan og finnist ég ekki eiga heima á réttum stað…

Já, ég er pirrandi stundum, en mér finnst ég hafa gert sem mest til að láta ykkur ´líða betur…

Hver hefur verið öxlin þegar þið vælið yfir einhverju? Hafiði spurt mig hvort mér líði illa? Nei.

Veistu…. Mér finnst þetta sárt. Ég myndi leggja líf mitt í hættu fyrir ykkur, ég myndi stökkva fram af brú.

ÉG VILDI ÓSKA ÞESS AÐ HLUTI VÆRI HÆGT AÐ TAKA TIL BAKA. ÉG VILDI AÐ ÉG VÆRI EKKI MEÐ TILFINNINGAR!

ég vildi óska þess að ég gæti bara horfið, en ég hef gert það, allaveganna úr ykkar lífum?

Takk fyrir að vera vinkonur mínar, ég er til staðar ef þið þurfið á mér að halda, ég veit ekki hvort ég geti leitað til ykkar ef ég þarf á ykkur að halda, þið verðið að ráða fram úr því.

——

Ég er enn með tárin í augunum síðan á föstudaginn. Ég er enn með þennan bitra sting í hjartanu. Ég er ennþá að velta því fyrir mér hvort ég sé þess virði að vera vinkona einhvers sem eru svo góðar. Er ég það nokkuð? Getiði sagt það bara við mig, getiði bara sagt það svo ég geti huggað mig við eitthvað annað. Sleppt því þá að þurfa að efast, halda í eitthvað sem er þegar ekki til.


Geriði það, ekki láta mig þjást lengur… Ég get ekki meira, sorry. En ég er ekki eins sterk manneksja og ég sýnist vera. Er ekki jafn hugrökk og ég þarf að vera.

En eitt megiði vita, ég þoli ekki útilokanir, og ég má allveg vera sár. Þið hafið verið sárar útí mig, Ekki sagði ég neitt við þig rakel. Ha? Þú veist hvað ég meina, en ef ekki skal ég segja þér… Ég sagði ekki neitt af því að mig langaði að vera vinkona þín, ekki bara einhver sem sat ein eða fékk ill augu…

Mig langar ekki að missa vinkonur mínar aftur, það er sárt.

Well up to you girls.