Jáá satt. Man þegar ég var í 10 unda bekk þá var ég og vinkona mín að labba heim, og þá koma einhverjir tveir 7 ára guttar (að ég tel) að okkur og byrjuðu að lemja okkur með greinum haha.
Svo einmitt líka þegar ég var í 10 bekk þá var ég að labba með vini mínum úr búðinni aftur að skólanum, og labba í gegnum skólaleikvöllinn þar sem einhverjir litlir krakkar (6-8 ára) eru úti í frímínútum, kemur þá ekki einhver gutti og segir “ojjj reykiru” og kílir mig í hendina, ég varð alveg brjál og þreif í handlegginn á honum og sagðist ætla með hann til skólastjórans.. þá fór greyið í kerfi haha.
En er sammála.. ég byrjaði ekki að rífa kjaft fyrir alvöru fyrr en ég kom á gelgjuna. Hafði ekki hjarta í það þegar ég var yngri.
Bætt við 24. ágúst 2006 - 00:46
Svo var ég á trampólíni heima hjá vini mínum fyrr í sumar.. þá eru einhverjir 5 ára guttar að slæpast í kringum okkur.. og koma svo til okkar og eru með þvílíkann kjaft, 5 ára strákar! Ég átti ekki til orð yfir því hvernig þeir töluðu ekki eldri en 5 ára.
Svo í fyrra þá var ég með fyrverandi kærasta mínum og vinum okkar á einhverjum körfuboltavelli að spila körfu.. svo koma einhverjir 9 ára strákar, og eru með einhvern kjaft, vilja fá boltann okkar eða eitthvað.. og kærastinn minn (sem var 19) segir eitthvað “hættið þessum kjafti, þið eruð virkilega að fara í mig” .. þá dregur einn þeissara gaura upp hníf og ætlar bara að ráðast á minn fyrverandi.
Þá snýr þessi 9 ára sér að vini okkar og ætlar að ráðast á hann.. og vinur okkar hleypur í burtu.. og 9 ára guttinn eltir, váá hvað eg hef sjaldan hlegið jafn mikið.. en já.
./hundar