Vá, ég er í vinnunni og það er ekkert að gera! Er að leysa vin minn af(hann er “veikur”) í byggingavörubúð og ég hef aldrei gert neitt jafn niðurdrepandi. Sit bara hérna og horfi útí loftið. Reyndar er tölva hérna, en ég þori eiginlega ekki að fara inná neinar síður. Ég er bara búin að afgreiða þrjár ljósaperur, eina skinnu og eina ró í dag!
Talandi um rólega búð… úff.
Bætt við 18. ágúst 2006 - 10:22
Og svona í leiðinni, það var einhver stelpa/kona að labba inn í búðina. Ég býð góðan dag, og þá segir hún: “Heeey *nafnið mitt* ert þú að vinna hér? Gaman að sjá þig, blablablablablabla…” Ég spjalla svona kurteislega við hana, segi henni frá breytingunum á búðinni núna afþví hún sagðist vera að kíkja á þær…
Ég hef samt ekki hugmynd um hver þetta er. Skrítið, ha.