Ok, er þetta ekki svona staður til þess að tala um tilfinningar og vandamál right?
Allavega þá er ég nýlega komin með vinnu í Kópavogi þar sem kærastinn býr og í bili bý ég hjá honum og fjölskyldan í út á landi. Þetta var það sem mig var búið að dreyma um lengi! Vera með kærastanum og komast frá stressinu sem tengdist öðru foreldrinu mínu.. En svo kom það upp fyrir svona 2 mánuðum að foreldrar mínir eru að fara að skilja og ég er hæstánægð með það og langar til þess að vera heima hjá mömmu þar sem ég veit að hún þarfnast mín.. En ég er bara nýbyrjuð að vinna þarna og það er svo asnalegt að segja upp og ef ég fengi mér vinnu í heimabæ mínum gæti ég aldrei hitt kærastann..
Þetta er bara svo frustrating og er alveg að gera mig geðveika! Gerir það líka að verkum að ég er fá heimþrá, eitthvað sem ég hef ekki fengið í mörg mörg ár og ég er 18!
Mér finnst þetta svo ekki sniðugt! Hvað mynduð þið gera ef að þið væruð í mínum sporum?