Viðkomandi var að stunda scriptaða stigasmölun með endurteknum logins. Slíkt er stranglega bannað, enda veldur það allnokkru álagi á gagnagrunn og vefþjóna Huga (verstu tilvikin hafa verið upp á allt að 15 login/sek!).
Notendur sem uppvísir verða að þessu verða umsvifalaust bannaðir, og stig þeirra núllstillt. Í slæmum tilvikum getur þótt ástæða til að tilkynna netþjónustu (eða eiganda léns/vélar) viðkomandi um misnotkunina.
Bottom line: þetta er bannað, og telst misnotkun. Í notendaskilmálum flestra netþjónusta/tengiaðila er að finna klásúlu um að bannað sé að valda óeðlilegu álagi á tengingum og/eða vélum annarra. Bæta mætti við að hingað til höfum við fengið sterk og jákvæð viðbrögð frá eigendum véla/netkerfa sem misnotuð hafa verið á þennan hátt (vélar sem keyra login scriptið).
ps. haltu endilega áfram að láta vita af svona - þið getið svo líka sent skilaboð á mig ef grunur um misnotkun vaknar. :)
Hananú :)
Smegma