Jæja, nú er ég í pínulitlu sjokki.
Var að fá sms frá mjög góðri vinkonu minni þar sem hún lætur greinilega í ljós að það sé mér að kenna að hún hætti með kærastanum sínum og að hún vilji ekki tala við mig aftur.

Mjög óvænt þar sem ég var með henni í gærkvöldi og við vorum að plana að fara saman í bíó. En svo kemur þetta. Ég bara nenni ekki að skrifa allt niður sem hefur gerst undanfarið ár varðand hana og kærastann og mig.

En þau 2 voru miiikið saman og ég endaði alltaf ein, og var fúl útí hana að bara láta mig róa eftir að hún byrjaði eftir þessum strák. Hún beilaði á mér oft og mörgum sinnum:/ En það var eitthvað vesen á þeim, þau eru bæði miklar dramaqueen og hennar fyrrverandi sagði víst við hana að ég hafi sagt að henni fyndist hann ekki jafn sætur og áður.

Núna er ég bara að skrifa allt í belg og biðu því ég er svo sár, reið og pirruð útí þau bæði!

En ég ætla mér ekki að tala við þessa stelpu aftur(eða hvað á ég að gera), gvuð hvað ég er pirruð:/