Sunnudagurinn seinasti. Vá hvað ég hef aldrei verið jafn seinheppin á æfinni.

Ég er allavega þá stödd í stórborginni, vakna klukkan 11 og er að taka mig til. Kemst þá að því að ég er búin að týna nýja símanum mínum.. Það þýðir nú ekki að leita mikið af honum þar sem ég þarf að taka strætó uppá flugvöll og vera mætt klukkan 1 í síðasta lagi, til að skrá mig inn.

Svo þegar ég er komin að strætó stöðinni langar mig óstjórnlega mikið í kók, svo ég skýst í hagkaup sem er þarna bara við hliðiná, útaf því ég sé að strætóinn á ekki að koma næstu 10 mín, ég fer inn.. Og kemst að því að ég á ekki einu sinni 127 kr. fyrir kókinu á kortinu!

Jæja, ég kemst nú samt að því þegar ég er byrjuð aftur að bíða eftir strætó að ég eigi 1500 kr. í lausu.

Svo ætlar andskotans strætóinn aldrei að koma! Og þegar hann loksins kemur eru 30 mín þangað til ég á að vera mætt útá flugvöll og ég á eftir að skipta einu sinni enn, svo ég komist þangað.

Jæja, ég er komin uppað landsspítala þar sem ég ætlaði að skipta um strætó.. Og sé bara að það er enginn séns að ég komist þangað á korteri með strætó, svo ég fer inní landsspítala og hringji á taxa.

Það kostar mig 1000 kr, svo nú á ég bara 500 kr. eftir.

Ég er komin til að innrita mig akkúrat klukkan 1, djöfull var ég stolt af sjálfri mér.

Neiiii.. segjir konan mér þá ekki að það er búið að seinka fluginu til 3!

Allt í lagi með það, ég get svosum alveg beðið í tvo tíma, kaupi mér bara að borða fyrir afganginn.

Ooog þar fer 500 kr, svo núna hef ég ekki bót fyrir borunni á mér og ekki neinn síma. Allt í lagi með það, ég er hvort sem er að fara heim.

Klukkan orðin 3 og ég fer og ætla að innrita mig. Segjir konan mér þá ekki að það sé búið að seinka fluginu til 4!

Og þá bókstaflega hef ég ekkert að gera, ekkert að lesa og ekkert að hlusta á þar sem iPodinn var að drepa á sér.

Klukkan orðin 4 og ég er orðin ansi pirruð, búin að bíða þarna í 4 klukkutíma.

'Er flug til hafnar í dag?'
'Heyrðu… neiii, það er ekki meira flug í dag, það var flogið klukkan hálf 2'

HVERNIG Í ANDSKOTANUM TÓKST MÉR AÐ MISSA AF FLUGINU ÞEGAR ÉG VAR ÚTI Á FLUGVELLI!

Svo ég fer bara, peningalaus og símalaus og veit eeeekkert hvað ég á að gera.

Næ svo loksins í mömmu um kvöldið og þá kemst ég að því að kallinn lét mig víst fá rangar upplýsingar og flugið fór hálftíma eftir að ég yfirgaf flugvöllinn!

… Þetta var vesen -_-