Já, farðu endilega í skátana! Eins og hann fyrir ofan mig sagði, það hljómar kjánalega en ég veit að þeir munu taka vel á móti þér, ja, því þeir taka vel við öllum!
Ég var einusinni í þeim og þeir eru yndislegir…Auk þess er fullt af krökkum sem koma þarna inn sem eiga ekki marga vini. Það sem aðalega er gert í skátunum er að tala og spjalla við aðra krakka, það er a.m.k. það sem gert er á Akureyri! Svo er auðvitað farið út og gert allskonar hluti, en það eru alltaf hlutir sem allir geta gert og ef þú vilt ekki gera þá er þeim sama.
Ég man ekki alveg hvernig skátarnir eru í Hafnafyrði (rugla bæjunum og félögunum alltaf saman)en bæði í Garðabæ og Kópavogi eru þeir fínir. Kolruglaðir reyndar í Kópavogi.. Þeir eru samt svo margir þar að þú finnur pottþétt einhvern skemmtilegan, því get ég lofað þér!
Í Keflavík eru þeir líka yndislegir.
Allavega, mundu bara að skátarnir taka á móti öllum og í félaginu þekkja allir alla, svo ef ný mannskja kemur þá vilja allir kynnast henni og þeim finnst það alls ekki asnalegt að koma einn í þá en ekki með vini eða í gegn um vin. (Þetta er aðal ástæðan fyrir að ég vil ekki skrá mig í félög og þannig, að öllum finnist ég sorgleg að koma ein..en það er alls ekki þannig í skátunum.)
Öm, jæja, þá er ég búin að halda þessa ræðu og ég vona að þú kíkir á þetta, því skátarnir eru svo yndislegir! Þú gætir líka kíkt inn á skátaáhugamálið og spurt þér til um félögin og hvernig þau eru, þá veistu líka smá hvernig fólk er í þeim fyrir.
Born to talk - forced to work