'FLATUS LIFIR ENN!“ Rætt á Alþingi! Veit að sumir eru að reyna að komast til botns í þessu máli með 'FLATUS LIFIR ENN!” og vona að þetta hjálpi þeim.

Virðulegi forseti. Ég kem hér í ræðustól til að forvitnast aðeins um málefni malarnámu einnar í Esjubergi við Kollafjörð. Svo það fari ekki á milli mála við hvaða malarnámu er átt vil ég lýsa henni í örfáum orðum.

Þetta er malarnáma sem stendur við Kollafjörðinn við þjóðveg nr. 1 og hefur verið í rekstri í nokkra áratugi. Þar hefur verið reistur mikill veggur úr steinsteypu. Flestir kannast kannski við áletrun sem á þessum vegg stendur: „Flatus lifir.“ Fyrir nokkrum árum tóku nokkrir athafnamenn sig til, kannski Flatus sjálfur, ég veit það ekki, og bættu við: „Flatus lifir enn“. Þetta veggjakrot er á margan hátt orðið klassískt í sögu íslensks veggjakrots en hvað um það, virðulegi forseti, ég kom til að spyrja um þessa malarnámu.

Restin af ræðunni fyrir áhugasama:

Ræðan