Tvær íslenskar fjölskyldur, sem voru í Líbanon þegar árásir Ísraelsmanna hófust í síðustu viku, komu heim um níuleytið með kvöldvél Icelandair frá Kaupmannahöfn. Fólkið var sótt til Damaskus í Sýrlandi í morgun og flutt til Kaupmannahafnar með flugvél á vegum íslenska utanríkisráðuneytisins. Að vonum varð fagnaðarfundur þegar ættingjar fólksins tóku á móti því í keiluhöllinni, öskjúhlíð í kvöld.