“Já, þessir hálfvitar sem vita ekkert í sinn haus.”
-Þú hefur enga tilraun gert til að sýna fram á af hverju þessir menn eru hálfvitar og vita ekkert í sinn haus. Það er nú ekkert leyndarmál að það kom mörgum einkafyrirtækjum í Bandaríkjunum vel að komast í þessar olíulindir. Ég get t.d. sýnt þér heimasíðuna
http://www.gregpalast.com/opeconthemarch.html en ég held að þú hljótir að vera svo innilega upplýstur að “sjá í gegnum” þessa síðu og átta þig á því að þetta eru bara vinstrisinnaðir aumingjar og samsæriskenninga brjálæðingar.
“en þeir fengu þó vinalegri stjórn í Írak.”
“Og er það ekki gott?”
- Jú það er vissulega gott að sú stjórn sem var við völdum undir Hussein er farin frá völdum en það var varla hægt að nota heimskulegri aðferð til þess. Það sést best á þeim aragrúa af mannfólki sem misst hefur lífið vegna stríðsins en þú munt sennilega kalla það “fórn” fyrir frelsið eða colliteral damage….þú munt sennilega líka grípa til þess að minnast á allt það fólk sem var að deyja undir stjórn Hussein. Ég efast þá ekki um að Bush sé þá eins konar maður aðgerða í þínum augum. Sameinuðu þjóðirnar og allt slíkt séu staðnað batterí sem kemur engu í verk. Það er nú hinsvegar þannig með sameinuðu þjóðirnar að þær eru eins og allir aðrir á þessari plánetu að reyna að sporna við yfirgangi Bandaríkjamanna á öllum sviðum. Þær koma bara því miður litlu í verk þar sem að BNA-menn samþykkja ekki neitt nema að það komi þeim vel. Þá skiptir engu ef það kemur öllum öðrum illa í leiðinni. Ég veit hinsvegar ekki hvort að stríðið endaði á þá leið að þeir græddu yfirhöfðu eitthvað. Enda tel ég gáfur bandarískra ráðamanna ekki vera það miklar að þeir hafi einu sinni getað skipulagt þetta á þann hátt að það hafi komið þeim vel á endanum, en ég get lofað þér því að það var áætlunin. Stórfyrirtækin verða jú að græða og eftirspurn eftir vopnum í Bandaríkjunum verður að haldast svo að efnahagskerfið hrynji ekki (það er í nógu herfilegum málum fyrir).
“Og ert þú ekki að kasta skít í Bush?”
- já ég er svo sannarlega að kasta skít í Bush enda hefur hann ég gegnum árin unnið fyrir slíku skítkasti. Ég taldi það bara full harkalegt af þér að byrja á slíku gagnvart mér eingöngu vegna þess að þér þótti ég hafa farið mér rangfærslu á einum stað. En jú þú rústaðir mér vissulega og ég fullyrði að um harðari mann en þig er vart að ræða á þessari aumu jarðkringlu.