Þetta er svo pirrandi. Ég þoli það ekki!
Ég þoli ekki þegar fólk gefur sér ekki tíma til að kynnast fólki, en dæmir það áður en það segjir orð við það. Vinur minn er svona, mig langar ekki að vita hvað hann sagði um mig áður en hann kynntist mér, held bara að það væri mjög leiðinlegt. Á ég að gefa ykkur nokkur dæmi hvernig samtöl hafa farið?

Hann: Uh, djöfull er þessi glataður.
Ég: Hefuur einhverntíman talað við hann?
Hann: Neeeeii..

Hann: Finnst þér þeir virkilega skemmtilegir?
Ég: Já, mér finnst það.
Hann: Þú ert stórskrítin.
Ég: Hefuru einhverntíman talað við þá?
Hann: Neiii

Hann: Hvernig getur þér þótt hún skemmtileg?
Ég: Því mér finnst hún bara mjög skemmtileg.
Hann: Hún er svo glötuð.
Ég: Hefuru eimhverntíman sagt orð við hana?
Hann: neiii

Þetta eru svona nokkur dæmi, og mér finnst bara ótrúlega pirrandi þegar fólk dæmir aðra án þess að kynnast því. Útlitið segjir ekki allt, og þitt álit á útlitinu segjir ekki allt.

Prrrrr…