Hvað meinar fólk með þvú að segja ,,Pulsa´´. Ég er ekki alveg að fatta afhverju þetta orð hefur náð svona mikilli útbreiðslu… Afhverju að segja þá ekki bara ‘'Puzza’' í staðinn fyrir Pizza. Héðan í frá ætla ég að kalla Pizzu ‘'Puzzu’' Takk Fyri
Pulsa er ekki “danskt slangur” frekar en pylsa - og þetta með “y” var auðvitað smá grín bara ;)
Danska orðið pölse (eða pølse) er sama orðið og notað er hér á landi (og þaðan kemur “y” reyndar). Pulsa er einfaldlega auðveldara í framburði og þess vegna hefur orðið breyst í það hjá mörgum - fyrir utan auðvitað þá sem ekki vita betur :)
Sjálfur segi ég alltaf pulsa, einfaldlega vegna þess að ég vandist því sem krakki. Hvað ungur nemur, gamall temur - eins og sagt er :)
Maður getur auðveldlega vanist því. Ég var nú fáfróður Ísfirðingur lengi og sagði ALLTAF pulsa, og g í staðin fyrir k og allt það, en núna er ég siðmenntaður Akureyringur og ber alla Íslesku rétt fram(skrifa samt ekki allt rétt :/)
Ég vil helst ekki nota orðið “pulsa”, en aftur á móti gjörsamlega hata ég þegar fólk notar orðið “pulla” og “pussa” yfir pylsu. Það fer virkilega í mínar fínustu.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..