Kannski, en mér finnst (og það er auðvitað bara mín skoðun) að slagorð eigi í það minnsta að vera í einhverjum tengslum við það sem þau eiga við :)
Síðan má deila um hvort slagorðið fari í taugarnar á einhverjum eða ekki - en það gerir það ekki endilega að slæmu slagorði fyrir því (eins og þú bendir á).
Slæmt slagorð í mínum huga er eitthvað sem er slengt fram, svona af því bara.
Sem dæmi er:
Hugi - þú tryggir ekki eftir á
t.d. ömurlegt slagorð, þar sem það er ekki í neinum tengslum við það sem Hugi er (eða hvað - kannski má tengja það því að það er ekki hægt að editera áður skrifaðan texta :)
Hins vegar gæti:
Hugi - þinn tími, þitt áhugamál
verið mun betra slagorð þar sem það er þó í einhverjum tengslum við það sem Hugi er.
0100100100100000011000010110110100100000010001000110000101110110011010010110010000100001