(Geri nokkur bil á milli orða svo það er léttari að lesa)
Vá hvað ég þoli ekki suma unglinga. Ég skila alveg hræsnina að ég er sjálf unglingur en sumir fara svo mikið í taugarnar á mér.
Það eru þessir gaurar sem eru að vinna með mér í fiskinum, ég held að þeir séu svona á mínum aldri ða svona 1-2 ár yngri en djöfull eru þeir óþroskaðir.
Vorum bara eitthvað að vinna í gær og þeir voru eitthvað að leika sér að kasta hlutum í vegginn til að festa þá. Tja, ég gerið þetta svo sem stundum, með sporð og svoleiðis bara í djóki en svo fóru þeir að tala. Einn var alltaf að kvarta yfir því að það væri táfýlu lykt af einni stelpunni sem vann við hliðina á honum (lyktin var af hönskunum hennar).
Það eru tvær stelpur að vinna með okkur á þessum stað. Svo sagði hann; “Haha, táfýla eitt og táfýla tvö.” og svo hlói þeir báðir dátt vel og lengi. Svo voru þeir endalaust með einhverja kúk og piss brandara og gaurinn sem sat við hliðina á mér var alltaf að rugga sér til hliðar svo að hann rakst í mig svona 1-2 sinnum á 2 sekúndum sem var svo roslaega pirrandi að ég var nærðví komin niður af pallinum sem við stóðum á en sammt var hann alltaf að rekast í mig.
Í lok dagsins sagði ég við sjálfa mig að ég mund aldrei vinna með þessum tveim aftur. Eina sem hélt mér frá því að truflast gjörsamlega og ýta gaurnum til hliðar var tónlistin (er alltaf með ipod í vinnunni).
Ég skil ekki hvernig 15-17 ára fólk getur verið svona viðbjóðslega óþroskað.