Hvað búa margir á Neskaupsstað? í kringum 1400 manns, þægilegt að komast á milli staða, og skemmtilegt að búa með þessu fólki
Er ekki voða gaman á djamminu þar? Að sjálfsögðu, hverjum finnst ekki gaman fullur? En annars er alltaf fílingur að fá sér bjór, fara á milli bæja á böll og skemmta sér
Margir skemmtistaðir? 2 barir í bænum, ef þú myndir skipta reykjavík niður í X mörg svæði með 1400 manns hvert væri ekki endilega 2 barir á hverju svæði, svo það er ágætt. Svo við það að bæta er mjög fjölbreytt og skemmtilegt tónlistarlíf hérna. Til þess má geta að Lunga er á seyðisfirði þarnæstu helgi, Eistnaflug á neskaupstað þessa helgi, og fyrir stuttu síðan var Djasshátíð hérna.
Gerist einhverntíman að þú hittir einhvern á djamminu sem þú hefur ekki séð áður? Já, en eftir að hafa farið á milli bæja nokkrum sinnum hættir það að gerast, þá tekur maður ferð til reykjavíkur og hittir bara fólk sem maður hefur ekki hitt áður ;>
Takk fyrir mig
It's like having your cake…