Það virðast nokkrir vera að misskilja skilmála Huga þessa dagana.
Það má ekki lána öðrum aðganginn sinn eða kennitölu sína. Þá skiptir engu um hvort að það sé gert “undir nafni” eður ei.
Þeir sem lána aðganga sína hætta á það að aðgangarnir verða gerðir óvirkir ótímabundið. Semsagt það er sá sem lánar aðganginn sem tapar, ekki sá sem fær hann lánaðan.
p.s. fyrst við erum á þessum nótunum, þá er ágætt að minna á að einstaklingar með net-hegðunarvandamál verða óhikað settir í kælingu. Hvort það eru einhverjir dagar eða vikur er metið við hvert atvik. Ef viðkomandi vilja ræða málið, þá er alltaf hægt að senda mér línu á vefstjori@hugi.is