Hvað á þetta að ganga langt?

Eytt af stjórnanda.

Eytt af stjórnanda.

Eytt af stjórnanda.

Eytt af stjórnanda.

Eytt af stjórnanda.



Hvað eru margir búnir að rekast á svona fyrirbæri í korkum og greinum hér einsog með dæmið hér að ofan? Ég veit að þetta hefur verið margrætt áður en mér finnst svona komment eyðileggja líka korkana. En eitt sinn sá ég kork sem var bara með fullt af þessu sama kommenti aftur og aftur. Maður fór bara að pæla hvort að stjórnendur væru bara alveg að missa sig í þessu komments vitleysu.


Ég meina til hvers að lengja korkinn með svona comment vitleysu. Er ekki bara betra að eyða svarinu alveg í staðinn? En ég hef sjaldan séð svona á öðrum spjallsvæðum en þar er svona rugl bara eytt enda hljótið þið að sjá það að þetta er bara ekki nógu sniðugt lengur að birta svona endalaust komment “Eytt af stjórnanda”.


Jújú auðvitað vilja sumir vita hvort að svarinu en þetta er bara svo þreytandi að sjá svona “sóðaskap” í greinunum.

Pælið í því ef þið eruð að lesa bók og svo komið að blaðsíðum sem stendur bara
“Eytt af bókaútgefanda”.

Jú vissulega væri það fyndið en come on. Það hlýtur að vera hægt að gera þetta betur en þetta?