Það sem mér leiðist helst við svona korka er að það nennir enginn að segja manni hvað er í þessu link né aðvarar það fólk við hvað gæti verið á þessari síðu. En sumir geta verið að plata mann inná síðu sem er með klám, vírusa og margt fleira sem er óæskilegt fyrir ungt fólk hér. Auðvitað er ungt fólk að fara oft á ósiðsama síður. En maður verður samt að sýna smá virðingu fyrir sumum hér er það ekki?
Ég held að það sé orðið tímabært hjá ykkur stjórnendum að semja reglur um svona linkainnskot í korkana eða gera annann málaflokk sem má heitar tenglar. Þannig getur það komið í fyrir mann að lenda alltaf í tenglasíðu á almennt.
En ég vil helst að fólk gefi nákvæmari lýsingu í staðinn fyrir svona óskyljanleg rök hvað leynist í linknum næst. Annars vill maður ekki smella á þetta.
Reyndar fer ég oft eftir svörunum sem koma á eftir. Það er það eina sem ég nota til að ákveða hvort ég ætti að skoða linkinn.