Mér finnast hamborgarar einmitt bestir þegar það er komið mikið grænmeti á þá, gúrkur, tómatar, kál og laukur. Hamborgararnir sem ég geri eru svona: Brauðin eru hituð í ristavélinni í hæfilegan tíma. Neðst fer tómatsósa, svo hamborgari, laukur sem var steiktur með á pönnunni, ostur, kál, tómatar, gúrkur, hamborgarasósa og svo brauð aftur.
Eini gallinn við þetta er að ég næ yfirleitt bara að borða einn svona hamborgara þótt ég sé ekki með neitt annað með honum.